Rannsóknarstofa í máltileinkun – RÍM
Rannsóknarstofa í máltileinkun – RÍM
Rannsóknastofa í máltileinkun (RÍM) er starfrækt við Háskóla Íslands og heyrir undir Hugvísindasvið. Hún byggist á samstarfi Málvísindastofnunar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar. Rannsóknastofa í máltileinkun er þverfaglegur samstarfsvettvangur fræðimanna sem stunda rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og rannsóknir á kennslu í öðru máli og þróun námsefnis.
Hlutverk og markmið:
Markmið Rannsóknastofu í máltileinkun er að:
- Efla þverfaglegt rannsóknar- og þróunarsamstarf, innlent og alþjóðlegt, á sviði annarsmálsfræða.
- Koma á fót gagnagrunni um tileinkun máls og menningar og safna upplýsingum um slík rannsóknargögn,
- Miðla þekkingu á annarsmálsfræðum, t.d. með umræðufundum, málþingum og útgáfu nettímarits,
- Stuðla að bættum ritakosti á fræðasviðinu.
Bitabox - kynningar á rannsóknum í annarsmálsfræðum
Mariola Alicja Fiema, aðjunkt við Mála- og menningardeild HÍ, flytur erindi á Heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld, fimmtudaginn 30. nóvember, kl. 15:00. Fyrirlesturinn nefnist The Polish language in Iceland - first and fresh teaching experience? og verður fluttur á ensku.
Um erindið: A short speech will be devoted to the new course of Polish as a foreign language at the University of Iceland. The talk will discuss the structure and assumptions of the course and present the general approach, methods and techniques used in the class. A group of learners will also be described and difficulties encountered so far in learning Polish will be discussed. There will also be an opportunity to present materials for teaching Polish.

Rétt til aðildar að stofunni eiga fræðimenn innan Málvísindastofnunar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem stunda rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og rannsóknir á kennslu í öðru máli og þróun námsefnis. Heimilt er stjórn stofunnar að veita öðrum fræðimönnum, sem þess óska, aðild, jafnt þeim sem starfa innan Hugvísindasviðs sem utan.
- Ana Stanicevic
- Anh Dao Katrín Tran
- Ann-Sofie Nielsen Gremaud
- Ari Páll Kristinsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Auður Hauksdóttir
- Ásrún Jóhannsdóttir
- Ásta Ingibjartsdóttir
- Birna Arnbjörnsdóttir
- Branislav Bédi
- Charlotte Eliza Wolff
- Désirée Louise Nejmann
- Eyjólfur Már Sigurðsson
- Gísli Hvanndal Ólafsson
- Guðlaug Stella Brynjólfsd.
- Guðrún Theódórsdóttir
- Hafdís Ingvarsdóttir
- Helga Hilmisdóttir
- Helga Jónsdóttir
- Ingun Hreinberg Indriðadóttir
- Jón Karl Helgason
- Jón Símon Markússon
- Katrín Axelsdóttir
- Katarzyna Agnieszka Rabeda
- Kári Páll Óskarsson
- Kolbrún Friðriksdóttir
- Kolfinna Jónatansdóttir
- Marc Daníel Skipstað Volardt
- Margrét Jónsdóttir
- Maria Del Pilar C. Coello
- María Anna Garðarsdóttir
- Oddný G. Sverrisdóttir
- Piergiorgio Consagra
- Rannveig Sverrisdóttir
- Rebekka Þráinsdóttir
- Renata Emilsson Pesková
- Rósa Elín Daviðsdóttir
- Sigríður Kristinsdóttir
- Sigríður Þorvaldsdóttir
- Sigrún Ólafsdóttir
- Stefanie Bade
- Stefano Rosatti
- Úlfar Bragason
- Vanessa Isenmann
- Þóra Björk Hjartardóttir
- Þorgerður Anna Björnsdóttir
- Þórhildur Oddsdóttir
- Þórir Jónsson Hraundal