Rannsóknarstofa í máltileinkun – RÍM

Image
Edda

Rannsóknarstofa í máltileinkun – RÍM

Rannsóknastofa í máltileinkun (RÍM) er starfrækt við Háskóla Íslands og heyrir undir Hugvísindasvið. Hún byggist á samstarfi Málvísindastofnunar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar. Rannsóknastofa í máltileinkun er þverfaglegur samstarfsvettvangur fræðimanna sem stunda rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og rannsóknir á kennslu í öðru máli og þróun námsefnis.

Hlutverk og markmið:

Markmið Rannsóknastofu í máltileinkun er að:

  • Efla þverfaglegt rannsóknar- og þróunarsamstarf, innlent og alþjóðlegt, á sviði annarsmálsfræða.
  • Koma á fót gagnagrunni um tileinkun máls og menningar og safna upplýsingum um slík rannsóknargögn,
  • Miðla þekkingu á annarsmálsfræðum, t.d. með umræðufundum, málþingum og útgáfu nettímarits,
  • Stuðla að bættum ritakosti á fræðasviðinu.

(Information in English).

Dagskrá RÍM á haustmisseri 2024

Allir viðburðir verða haldnir á Heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld.

  • 26. september kl. 15.00-15.45 Bitabox RÍM: kynning á útgáfu ráðstefnuritsins „Novel Techniques and Approaches in Language Teaching (NoTALaT)“ sem gefið var út í samvinnu við RÍM, Árnastofnun og Konstantín-háskóla í Nitra, Slóvakíu.

Sjá yfirlit yfir eldri Bitabox.

Image

Rétt til aðildar að stofunni eiga fræðimenn innan Málvísindastofnunar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem stunda rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og rannsóknir á kennslu í öðru máli og þróun námsefnis. Heimilt er stjórn stofunnar að veita öðrum fræðimönnum, sem þess óska, aðild, jafnt þeim sem starfa innan Hugvísindasviðs sem utan.

  • Ana Stanicevic
  • Anh Dao Katrín Tran
  • Ann-Sofie Nielsen Gremaud
  • Ari Páll Kristinsson
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir
  • Auður Hauksdóttir
  • Ásrún Jóhannsdóttir
  • Ásta Ingibjartsdóttir
  • Birna Arnbjörnsdóttir
  • Branislav Bédi
  • Charlotte Eliza Wolff
  • Désirée Louise Nejmann
  • Eyjólfur Már Sigurðsson
  • Gísli Hvanndal Ólafsson
  • Guðlaug Stella Brynjólfsd.
  • Guðrún Theódórsdóttir
  • Hafdís Ingvarsdóttir
  • Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir
  • Helga Hilmisdóttir
  • Helga Jónsdóttir
  • Ingun Hreinberg Indriðadóttir
  • Jón Karl Helgason
  • Jón Símon Markússon
  • Katrín Axelsdóttir
  • Katarzyna Agnieszka Rabeda
  • Kári Páll Óskarsson
  • Kolbrún Friðriksdóttir
  • Kolfinna Jónatansdóttir
  • Marc Daníel Skipstað Volardt
  • Margrét Jónsdóttir
  • Maria Del Pilar C. Coello
  • María Anna Garðarsdóttir
  • Oddný G. Sverrisdóttir
  • Piergiorgio Consagra
  • Rannveig Sverrisdóttir
  • Rebekka Þráinsdóttir
  • Renata Emilsson Pesková
  • Rósa Elín Daviðsdóttir
  • Sigríður Kristinsdóttir
  • Sigríður Þorvaldsdóttir
  • Sigrún Ólafsdóttir
  • Stefanie Bade
  • Stefano Rosatti
  • Úlfar Bragason
  • Vanessa Isenmann
  • Þóra Björk Hjartardóttir
  • Þorgerður Anna Björnsdóttir
  • Þórhildur Oddsdóttir
  • Þórir Jónsson Hraundal