META-NORD
Styrkur frá Evrópusambandinu (7. rammaáætlun og ICT Policy support programme), 2011-2013.
Verkefnisstjóri: Andrejs Vasiljevs, Tilde, Lettlandi.
Íslenskur verkefnisstjóri: Eiríkur Rögnvaldsson.
Meðumsækjendur/verkefnisstjórn: Bolette Sandford Petersen, Kaupmannahafnarháskóla; Tiit Roosma, Háskólanum í Tartu; Koenraad de Smedt, Háskólanum í Bergen; Lars Borin, Háskólanum í Helsinki og Jolanta Zabarskaitė, Institute of the Lithuanian Language.
Helstu starfsmenn (rannsóknamenn): Kristín M. Jóhannsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Steinþór Steingrímsson.
Um verkefnið:
META-NORD er tveggja ára verkefni Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsþjóða sem hófst 1. febrúar 2011. Þetta er hluti af stærra verkefni, META-NET, sem tekur til allra ríkja Evrópusambandsins og tengdra ríkja. Verkefnin eru styrkt af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og stefnumótunaráætlun sambandsins á sviði upplýsingatækni (ICT Policy Programme), en hlutur Máltækniseturs af styrknum er um 202 þúsund evrur. META-NET og útvíkkun þess, tengslanetið META (Multilingual Europe Technology Alliance), hafa það að markmiði að skapa tæknilegar forsendur fyrir margmála upplýsingasamfélagi í Evrópu þar sem allir geti notað móðurmál sitt við öflun og úrvinnslu hvers kyns upplýsinga. Þetta á að gera með því að efla máltækni fyrir allar þjóðtungur álfunnar og auðvelda tengsl milli þeirra með uppbyggingu margmála málgagna (language resources) og máltækja (language tools) sem nýst geti í margvíslegum máltækniverkefnum. Ekki er ætlunin að koma slíkum auðlindum upp frá grunni, heldur ljúka við verk sem eru í vinnslu, staðla þau og gera aðgengileg í gagnabrunninum META-SHARE. Með því að greiða leið milli tungumála og auðvelda mönnum að nota móðurmál sitt í fjölþjóðlegum samskiptum má koma í veg fyrir að enskan þrengi sér smátt og smátt inn á fleiri svið á kostnað þjóðtungna en varðveita þess í stað margmála evrópskt samfélag.
Ráðstefnur skipulagðar á vegum verkefnisins:
Stefnumót – á mörkum málfræði og tölvutækni. Málstofa á Hugvísindaþingi 2011. Sjá hér.
Helstu ráðstefnufyrirlestrar tengdir verkefninu:
Eiríkur Rögnvaldsson. 2011. „META-NORD og META-NET: Brýr milli tungumála“. Hugvísindaþing 2011, Háskóla Íslands, 26. mars.
de Smedt, Koenraad, og Eiríkur Rögnvaldsson. 2011. „The META-NORD language reports“. Workshop on the Visibility and Availability of Language Resources, NODALIDA 2011, Riga, 11. maí.
Vasiljevs, Andrejs, Bolette Sandford Pedersen, Koenraad De Smedt, Lars Borin, og Inguna Skadina. 2011. „META-NORD: Baltic and Nordic Branch of the European Open Linguistic Infrastructure“. Workshop on the Visibility and Availability of Language Resources, NODALIDA 2011, Riga, 11. maí.