Rannsókn á málfræði táknmála í Evrópu: Leiðir til fullrar samfélagsþátttöku heyrnarlausra táknmálsnotenda og varðveislu tungumálaarfs þeirra

Unraveling the grammars of European sign languages: pathways to full citizenship of deaf signers and to the protection of their linguistic heritage

Styrkveitandi og styrktímabil: COST Action Is1006, 2011-2015.

Verkefnisstjóri: Josep Quer.

Rannveig Sverrisdóttir og Jóhannes Gísli Jónsson sitja í stjórn verkefnisins fyrir hönd Íslands ásamt því að taka þátt í vinnuhópum um einstök atriði þess.

11 Evrópulönd taka þátt í rannsókninni.

Um verkefnið:

Stefnumörkun í málefnum heyrnarlausra táknmálsnotenda í Evrópu krefst áreiðanlegra lýsinga á táknmálum í Evrópu. Slíkar mállýsingar eru annaðhvort ekki til eða hafa takmarkað gildi en þær eru samt undirstaðan fyrir kennslu og þjálfun í táknmáli. Þar að auki eru mállýsingar nauðsynlegar til að hægt sé að gera mun betri grein fyrir evrópskum mál- og menningararfi en hingað til hefur verið gert. Með því að gera málfræði táknmála aðgengilega fyrir táknmálsnotendur, stjórnmálamenn og embættismenn, málfræðinga og samfélagið almennt mun staða táknmála styrkjast og táknmálsnotendur eiga auðveldara með að taka fullan þátt í samfélaginu. Samhliða þessu mun aukin þekking á málkerfi táknmála með kennilega málgerðarfræði að leiðarljósi leggja sitt af mörkun við greiningu á málkunnáttu mannsins en rannsóknir á henni hafa nær eingöngu miðast við raddmál. Á þennan hátt munu niðurstöður rannsókna á táknmálum hafa mikil áhrif á mörgum sviðum innan hugrænna fræða eins og þau eru stunduð nú á dögum. Þessu COST-verkefni er ætlað að þróa fyrsta evrópska samstarfsnetið sem á að gera drög að mállýsingum fyrir táknmál en þær eru algjörlega ómissandi eins og áður var nefnt.

Language policies for signing deaf Europeans require reliable reference grammars of their sign languages (SLs), which are generally lacking or of limited validity if they exist. They constitute the basis for teaching and training purposes. In addition, descriptive grammars are essential for the documentation of a European linguistic and cultural heritage which is largely unrecognized to date. Making SL grammars available to signing communities, policy makers, linguists and to civil society in general will strengthen the status of SLs and support full participation of their users in society. In parallel, deepening the knowledge on SL grammars with a theoretically informed comparative approach will contribute to the characterization of the human faculty of language, whose study is severely biased towards spoken languages. In this way, empirical and theoretical results from SLs will have an impact on several domains of the current agenda of Cognitive Sciences. This COST Action aims to develop the first European network to design a blueprint for those reference grammars, which are indispensable tools.