Háskóli Íslands

Útgáfa

Málvísindastofnun gefur út fræðirit um söguleg og samtímaleg málvísindi og kennslubækur í íslensku, bæði fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli og þá sem læra íslensku sem annað mál (sjá nánar undir Fræðirit, kennslu- og handbækur og Kennslubækur: Íslenska sem annað mál). Gefnar eru út tvær ritraðir: Lokaritgerðir til kandídats- og meistaraprófs hafa verið gefnar út í röðinni Málfræðirannsóknir og nokkur eldri grundvallarrit, sem lengi voru ófáanleg, í röðinni Rit um íslenska málfræði. Málvísindastofnun kom að útgáfu tímaritisins Tocharian and Indo-European Studies frá 1987 til 1992 og hefur einnig gefið út nokkuð af ráðstefnuritum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is