Header Paragraph

Aðalfundur Málvísindastofnunar

Image

Aðalfundur Málvísindastofnunar verður haldinn fimmtudaginn 30. maí kl. 14.30 í Eddu á 2. hæð. Léttar veitingar verða í boði.  

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, þ.e. ársreikningur og ársskýrsla fyrir 2023, og umræður um ýmis mál. 

Borin verður upp tillaga á fundinum um aðkomu stofnunarinnar að útgáfu Íslensks máls og ný stjórn verður kjörin. 

Atkvæðisrétt á fundinum eiga fastir kennarar á Hugvísindasviði sem eiga aðild að stofnuninni en seturétt eiga einnig nýdoktorar og doktorsnemar í íslenskri málfræði.  

Fyrir hönd stjórnar, 

Kolbrún Friðriksdóttir