Bitabox
Bitabox RÍM eru óformlegur vettvangur til að kynna rannsóknir í annarsmálsfræðum.
Haustmisseri:
- 3. október kl. 15.00-15.45 Bitabox RÍM: Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sjá nánar.
- 7. nóvember kl. 15.00-15.45 Bitabox RÍM: Shilpa Khatri Babbar, ICCR Chair of Indian Studies/ICCR og gestakennari í indverskum fræðum við Háskóla Íslands. Sjá nánar.
Vormisseri:
- 25. janúar kl. 15.00-15.45 Bitabox RÍM: Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
- 25. janúar kl. 16.00-16.30 Aðalfundur RÍM
- 29. febrúar kl. 15.00-15.45 Bitabox RÍM: Kári Páll Óskarsson og Kolfinna Jónatansdóttir, aðjunktar í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild HÍ. Sjá nánar.
- 18. apríl kl. 15.00-15.45 Bitabox RÍM: Somyeong Im, aðjunkt við Mála- og menningardeild HÍ. Sjá nánar.
Haustmisseri:
- 26. október kl. 15:00. Þórir Jónsson Hraundal, lektor við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Titill: „Arabic: its origins, propagation, and contemporary diversity." Heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld.
- 30. október kl. 15:00. Mariola Alicja Fiema, aðjunkt við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Titill: „The Polish language in Iceland - first and fresh teaching experience?" Heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld.
Vormisseri:
- 27. apríl: Rósa Elín Daviðsdóttir, aðjunkt í frönsku við Mála- og menningardeild HÍ.
Titill innlegs: Hvaða tæki og tól nota háskólanemendur við textaskrif í frönsku?
Umfjöllunarefni: Sagt verður frá ritstjórnarvinnu við nýja íslensk-franska veforðabók, Lexíu, og þeim möguleikum sem orðabókin býður upp á til að nálgast orðaforða og orðalag á frönsku. Einnig verður farið yfir hvaða hjálpargögn fyrir utan orðabækur nemendur nýta sér helst við textaskrif á frönsku. - 30. mars: Caterina Poggi, adjunkt í ítölsku við Mála- og menningardeild HÍ.
Umfjöllunarefni á ensku: What is CLIL and what is its link to intercultural education?
Does CLIL fit in the Icelandic National Curriculum? What are the benefits of CLIL implementation at all educational stages? In the presentation we will try to answer these questions about CLIL. Erindið fer fram á ensku. - 23. febrúar: Dr. Branislav Bédi, verkefnastjóri við alþjóðasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Titill innlegs: Kortlagning rafræns námsefnis í íslensku sem öðru máli fyrir börn og viðhorf fjölskyldna til notkunar á námsefni í sjálfsnámi barna.
Í erindinu verður fjallað um kortlagningu á rafrænu námsefni í íslensku sem öðru máli (L2) fyrir börn og viðhorf fjölskyldna til notkunar á mismunandi námsefni í sjálfsnámi barna á aldrinum 5–11 ára. Núverandi ástand er þannig að lítið skipulag er á því námsefni í íslensku L2 sem hentar sjálfsnámi barna og þar að auki er erfitt fyrir fjölskyldur að nálgast það á netinu. - 26. janúar: Sigurður Hermannsson.
Titill innlegs: Einkakennsla og aðferðafræði í kennslu íslensku sem annars máls.
Umfjöllunarefni: Einkakennsla er eðli málsins samkvæmt frábrugðin hefðbundinni hópkennslu, en á hvaða hátt nákvæmlega? Hvaða hlutverki þjónar hún, hverjum hentar hún og hvernig má ná sem bestum árangri með henni?
- 27. október: Dr. Sigríður Ólafsdóttir dósent á Menntavísindasviði. Titill innleggs: Íslenskur námsorðaforði. Umfjöllunarefni: Orðaforði nemenda og orðaforði tungumáls: Þáttur orðaforða í námi barna og ungmenna og mótun lista yfir íslenskan námsorðaforða.
- 24. nóvember: Nina Hallberg. Titill innlegs: Hvernig er það að læra íslensku sem annað mál? Umfjöllunarefni: Svisslendingur og fyrrum nemi í BA-námi í íslensku sem öðru máli við HÍ segir frá reynslu sinni.