Header Paragraph
Sjötta Ólafsþing Máls og sögu
6. Ólafsþing Máls og sögu verður haldið fyrsta vetrardag, laugardaginn 28. október, í safnaðarheimili Neskirkju.
Erindin ættu að höfða til allra sem hafa áhuga á sögulegum málvísindum og textafræði, einnig til fróðleiksfúss almennings, ekki síst opnunarerindi þingsins sem hefur titilinn Arfur Kelta í íslensku máli – endurmat í ljósi nýlegra skrifa.
Félagið býður upp á kaffiveitingar á meðan þingið stendur yfir og léttar veitingar að því loknu.
Þingið er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
Dagskrá:
- 10:00–10:05 Þingið sett.
- 10:05–11:00 Þórhallur Eyþórsson: Arfur Kelta í íslensku máli — endurmat í ljósi nýlegra skrifa.
- 11:00-11:30 Kaffihlé
- 11:30–12:00 Katrín Axelsdóttir: Allavega alveg
- 12:00-12:30 Jón G. Friðjónsson: Á stað eða af stað?
- 12:30–13:30: Hádegishlé
- 13:30-14:00 Teresa Dröfn Njarðvík: Tveggja-trölla sögnin og Hrafnistumenn: Þróun AT 301 í Ketils sögu hængs, Gríms sögu loðinkinna, Örvar-Odds sögu og Orms þætti Stórólfssonar
- 14:00–14:30 Yelena Sesselja Helgadóttir: „Já, hér mig, son minn og eg, og hér stöndum vér þrír Þórnaldarnir“: Hverjir mæla í Þórnaldarþulu?
- 14:30-15:00 Þorgeir Sigurðsson: Skáldatal Snorra Sturlusonar blóði drifið — Fyrirhuguð útgáfa á erkiriti
- 15:00–15:30 Kaffihlé
- 15:30–16:00 Kristján Árnason: Hugleiðing um hrynkerfisbreytingar í íslensku
- 16:00–16:30 Jón Axel Harðarson: Sögnin vökva í fornmáli: vøkva eða vǫkva? Eða bæði vøkva og vǫkva?
- 16:30–17:00 Guðrún Þórhallsdóttir: Mælti dǫg(g)la-, daugla-, dólga- eða døgladeilir?
- 17:00–18:00 Ráðstefnuslit og léttar veitingar
Image
Þórhallur Eyþórsson, prófessor í málvísindum við Háskóla Íslands, flytur opnunarerindi þingsins sem hefur titilinn Arfur Kelta í íslensku máli – endurmat í ljósi nýlegra skrifa.